Mér hefur fundist ákveðin vakning í náttúruverndarmálum síðustu ár. Fólk er farið að enduvinna meira og vera almennt grænni í hugsun og gjörðum.
Þetta þykir mér ákaflega skemmtilegt og gott að hugsa um.
Taubleyjur eru náttúrvænni kostur en einnota bleyjur.
Þær eru líka fallegar, þægilegar&mjúkar og þú þarft ekki að fara út með ruslapokann 1-2 á dag, það er ekki bleyjufnikur í ruslinu, auk þess sem þær eru mun ódýrari kostur.
Hugsanlegir ókostir, þú þarft að þvo þær, þér gæti þótt það ruglingslegt að kynna þér úrvalið, það eru miklar líkur eru á því að þú farir að spá mikið í þeim.
Þær eru líka fallegar, þægilegar&mjúkar og þú þarft ekki að fara út með ruslapokann 1-2 á dag, það er ekki bleyjufnikur í ruslinu, auk þess sem þær eru mun ódýrari kostur.
Hugsanlegir ókostir, þú þarft að þvo þær, þér gæti þótt það ruglingslegt að kynna þér úrvalið, það eru miklar líkur eru á því að þú farir að spá mikið í þeim.
Það hefur orðið mikil gróska í úrvali á Íslenskum heimasaumuðum bleyjum. Það er frábært! Án þess að þetta verði einhver predikun eða kaffæring þá langar mig að sýna ykkur örlítið af því sem er í boði hjá íslensku saumakonunum.
Sjálf hef ég sest við saumavélina og sauma bleyjur undir nafninu Regnbogarass.
Sjálf hef ég sest við saumavélina og sauma bleyjur undir nafninu Regnbogarass.
Hér er ein frá mér
Athugið þó að þetta er einungis sýnishorn af því sem við allar erum að sauma.
Svo má ekki gleyma að nefna tvær búðir, sem þú getur gengið inn í, þreifað á og keypt taubleyjur. Það er ekki algengt, hvergi í heiminum. Þar er líka hægt að fá leiðbeiningar og aðstoð fyrir byrjendur.
Taubleyju úrvalið í Snilldarbörnum í Skeifunni
Ég er annars farin að hengja upp skemmtilegasta þvottinn, vélin var að klárast -bleyjurnar hreinar og fínar.
Frábært hjá þér! Taubleyjur eru sko lítið mál og gaman að það eru alltaf fleiri og fleiri að uppgötva dásemdir taubleyjanna! :-)
SvaraEyða