divider

divider

Búðarráp

Suma daga langar mig einfaldlega meira að breyta heima hjá mér en aðra. Sem betur fer fæ ég ekki breytinga-bakteríuna oft en þegar þörfin kemur hef ég stundum keypt mér eitthvað smávegins af nýrri smávöru í stofuna og þá finnst mér allt vera voða fínt aftur. 
Ég fór á skverinn og skoðaði í nokkrum búðum og fann mér nokkra hluti sem mættu alveg rata heim til mín. 







Fallegur hreindýrapúði frá Moltex, kertastjakar fyrir sprittkerti með fallegum pöddumyndum frá Bloomingville, lítill gulur hundur frá Interior (því það er aldrei nóg af hundum í lífinu) - Fæst allt saman í Húsgagnahöllinni. 


Fallegur fílapúði í barnaherbergið frá Ferm living - fæst í Epal
Superliving kertastjakarnir eru í sérstöku uppáhaldi þessa dagana - fást í Hrím Hönnunarhús


Þessir pappavasar hér að ofan eru líka algjör snilld og eru til þess að setja yfir glös og aðra hluti sem virkar sem vasi en eru það ekki frá Snug Studio og svo þessar fallegu teikningar eftir Sofie Börsting - en bæði vasarnir og teikningarnar fallegu fást í Krúnk.


Ég læt mig dreyma....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli