divider

divider

Barnaherbergi


Mig langar svo til þess að sýna ykkur þetta fallega barnaherbergi hjá bloggaranum Chloé en hún er mikill origami pappírslistamaður. Barnaherbergið er málað í fallegum litum og veggurinn með þríhyrnda munstrinu kemur ákaflega fallega út. Mjög góð hugmynd. 
En það sem heillaði mig mjög við herbergið er litasamsetningin og fallegu pappírskanínurnar fyrir ofan rúmið. - Þetta kallar á ferð á bókasafnið eftir origami bókum. Svo eru púðarnir í barnarúminu hrikalega flottir og ekki mikið mál að gera svona dúska-púða ;) 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli