divider

divider

Notað verður nýtt.


Jæja, þá mun bloggleysið hætta. Nýja tölvan mín reyndist vera örlítið gölluð, en hún var að koma úr viðgerð og þá er hægt að fara að skrifa um allt það sem hlaðist hefur upp hérna á skrifborðinu hjá mér :)

Systir mín á 11 stk. af svona gömlum eldhússtólum sem við erum að lappa uppá.  Við erum að hugsa um að mála helminginn af stólunum hvíta og hafa helminginn af þeim gráa.  Eftir að búið er að mála stólana lífga þeir aldeilis mikið uppá "stofuna" í gamla húsinu sem hún og maðurinn hennar eru að gera upp í sveitinni. Húsið sem þau byrjuðu að taka í gegn vorið 2012 leit út eins og eyðibýli til að byrja með en er að taka hægt og rólega á sig betri mynd. - ég leyfi ykkur að fylgjast með breytingum þar bráðum þegar búið er að klára að múra og mála :) 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli