divider

divider

Flóamarkaður


Ég kíkti á bílskúrssölu í gær hér á Akranesi. En salan er einskonar flóamarkaður sem er opinn einu sinni í mánuði. Í bílskúrnum á Heiðarbraut 33. 
Ég get ekki annað sagt en að ég elski að kíkja þangað.  Þar má finna hinar ýmsu gersemar allt frá fallegum púðum og bollum yfir í gömul og skemmtileg leikföng. 
Ég veit að það er opið hjá þeim í dag frá 13 - 17 ef einhver vill leggja leið sína þangað og gramsa :) 
Ég verslaði þarna nokkra fallega og skemmtilega hluti sem fá kannski að rata á bloggið þegar húsið mitt er komið í stand. En hér standa yfir framkvæmdir og allt er í ryki og drullu. Vei!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli