divider

divider

Fyrir/ eftir - Stofuveggurinn.


Ég keypti þennan fagra gamla skenk fyrr á þessu ári og hef verið að velta veggnum fyrir ofan skenkinn mikið fyrir mér. Vildi ég setja hillur eða vildi ég hengja upp myndasafn, mála vegginn í lit eða ekki...? Miklar pælingar og ég er búin að sofa ansi mikið á þessu. Nú nýlega ákvað ég að hengja upp samansafn af fallegum myndum og skrauti eftir ættingja, íslenska listamenn og hönnuði. 
Hér fyrir ofan má sjá hvernig veggurinn hefur verið nánast frá því að skenkurinn var keyptur og fyrir neðan má sjá hvernig hann er núna. Stóra myndin með rauða hestinum er eftir Nínu Dögg dóttir mína en hún málaði þessa mynd þegar hún var 4 ára að verða 5 ára gömul í leikskólanum. Ég heillaðist strax af þessari mynd og lét ramma hana inn *stolt*.  Brúna spýtan vinstra megin við stóru myndina (sést betur hérna fyrir neðan) er spýta sem ég fékk að eiga hjá steinsmiðjunni S. Helgason í einhverri heimsókninni þangað. Spýtan hefur fylgt mér í nokkur ár en aldrei átt neinn sérstakan samastað þar til núna. Ég elska hana svolítið mikið. 
Hvíti diskurinn fyrir neðan spýtuna er eftir ungan sænskan hönnuð og hefur að geyma spor eftir fugl sem borðaði af disknum. Jón í lit trónir þarna efst fyrir ofan fallegu myndina eftir Unni Jónsdóttur listakonu. Málverkið í brúnu tónunum er svo eftir hann fænda minn Vigni Jóhannson listmálara en myndirnar hans fást m.a. í Gallerí List í Skipholtinu. Myndin sem er innrömmuð með gulu límbandi á vegginn er mynd sem fylgdi með einhverju blaði sem ég keypti. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli