divider

divider

Brjóstapúðinn


Brjóstapúðinn er ný íslensk vara. Fallegur púði sem framleiddur er til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Brjóstapúðinn er hönnun Aðalheiðar Sigfúsdóttur, klæðskera og Heiðdísar Helgadóttur, teiknara. 
Munstrið á púðanum fagra er teikning eftir Heiðdísi Helgadóttur en hún vann munstrið út frá sneiðmynd af brjósti. Munstrið táknar brjóstvef sem gerður er úr fjölda mjólkurkirtla. Bleik slaufa vefst svo inn í munstrið á fallegan hátt og saman myndar munstrið táknræna heild sem við getum öll tengt okkur við.  

Púðinn kostar 10.000- kr. og rennur allur ágóði púðans til Krabbameinsfélagsins. 

Hugmyndin af púðanum er  algjör snilld og einmitt það sem þörf er á, bæði fyrir okkur sem ekki hafa lent sjálf í baráttunni við krabbamein og þá sem hafa og eru að berjast við þennan illvíga sjúkdóm. Því koddar eru svo heilnæmir. Þeir hjálpa. Það er gott að kreista þá, knúsa þá og gráta í þá þegar illa stendur á. Það er líka gott að eiga svona fallegan púða til minningar um fallega manneskju eða bara sem tákn um það sem maður hefur sigrast á. 

Ég veit ekki alveg hvar sölustaðirnir verða á þessum dásamlega púða en ég hvet ykkur öll til þess að fylgjast með Facebook síðu þeirra en þar munu þær tilkynna sölustaðina innan skamms. 

Eitt veit ég og það er að ég verð einfaldlega að eignast svona fallegan púða :) 
(ég á afmæli bráðum....hmmhmm...)Engin ummæli:

Skrifa ummæli