divider

divider

Miss Ko - París


Einn af þeim skemmtilegu veitingastöðum sem ég heimsótti í París var veitingastaðurinn Miss Ko. Staðurinn er hannaður af hinum heimsfræga hönnuði Philippe Starck. 
Hönnun staðarins á að gefa fólki örlitla upplifun á asíska menningu og þann ævintýraheim sem þar er að finna. En staðurinn er bæði frekar hrár og yfirþyrmandi. Lýsingin er frekar dimm-rauð þarna inni en svo gefur barinn frá sér ljós þar sem að allur barinn er sjónvarpsskjár með milljón "litlum sjónvarpsstöðum".  Veggirnir eru allir flúraðir japönskum ævintýraheim og borðin eru frekar þétt. Allt þetta á að veita manni örlitla innsýn í götumenningu fjölmennustu borga Asíu.  
Miss Ko er staðsettur á besta stað í bænum eins maður segir, en hann er við aðal verslunargötu Parísar sem nefnist Champs-Elysées við hliðná Louis Vuitton tískuhúsinu. Þegar maður gengur út af staðnum eru öll helstu tískuhúsin rétt hjá ásamt því að hinn fagri Sigurbogi blastar sínu fegursta við enda götunnar nokkrum skrefum frá. 

Maturinn var mjög góður og matseðillinn var fjölbreyttur. Við fengum mjög gott sushi í forrétt ég fékk góðan kjúklingarétt í aðalrétt sem var bara mjög góður og asískur. 
Þegar okkur var svo réttur eftirréttaseðilinn þá leit hann út eins og vegabréf miss Ko og var alveg einstaklega fallegur. Tók því miður ekki mynd af honum, en vonandi bæta aðrar myndir það upp. 

Verðlagið var kannski frekar í hærra lagi miðað við það sem við eigum að venjast þegar við förum til útlanda, en ætli það hafi ekki bara verið svipað og við erum að rukka hér heima á vinsælum veitingastöðunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli