divider

divider

UJÓNSDÓTTIR


Unnur Jónsdóttir er ung og upprennandi listakona á Akranesi. Unnur er menntaður grafískur hönnuður frá Myndlistaskóla Akureyrar og hefur unnið sem slíkur síðustu árin.  
Unnur sem hefur alltaf verið mikill teiknari hefur nú tekið upp fyrrum ástarsamband við blaðið og "blýantinn" og er farin að teikna þessar fallegu hauskúpur. Og ykkur til mikillar gleði þá get ég sagt ykkur að hún er að selja myndirnar sínar á facebook síðu sinni. Og aldeilis á mjög billegu verði ;) 

" Ég hef alltaf verið mikill teiknari og teiknaði mjög mikið sem barn. 
Þó hefur það verið þannig síðustu ár að ég hef fremur verið föst fyrir framan 
tölvunna heldur en að vera teikna. 
Svo þetta hefur verið góð tilbreyting, að setjast við eldhúsborðið eða bara hvar
sem er með blað og penna og bara teikna, tala nú ekki um þegar maður er 
með smá nammi í skál og góða tóna á fóninum, þannig verða kúpurnar bestar" 
- segir Unnur kampakát. 

Að sjálfsögðu er ég búin að fjárfesta í einni mynd sem nú bíður eftir að fara upp á vegg heima . 
Fallegt!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli