divider

divider

Jóla-nostalgía og föndur.




Svona afþví að loksins get ég almennilega einbeitt mér að jólunum... og blogginu, þá er um að gera að koma með einn jólapóst. 
Mig dreymir alltaf um að gera fallegan og ævintýralegan jólabæ fyrir litlu stelpurnar mínar. Það er pínu nostalgía í þessum draumi mínum þar sem að mamma setti alltaf upp fallegan burstabæ og kirkju ásamt trjám, snjó, dýrum og jólasveinum, þegar ég var lítil stelpa. Og það sem ég gat setið og horft á þetta. 
Hér má sjá nokkrar ódýrar aðferðir til að útbúa lítið jólaþorp. Allt er þetta gert úr ódýrum efnum eða afgangs efnum sem hægt er að nálgast ókeypis...eins og t.d. mjólkurfernuhúsin.
Þetta gæti verið skemmtileg föndurstund með börnunum og skapar örugglega fallegar minningar.






Engin ummæli:

Skrifa ummæli