divider

divider

Strákaherbergi
Ég var stödd í barnaafmæli áðan þar sem ein mamman hafði orð á því að henni fyndist leiðinlegt hvað væri mikið alltaf til af dúlleríi og flottum hugmyndum fyrir stelpuherbergi en lítið fyrir strákaherbergi. Það þarf vart að taka fram að mamman sú er strákamamma og á tvo flotta stráka. 
Það er reyndar alveg rétt hjá henni að internetið lumar á mun fleiri góðum hugmyndum fyrir falleg stelpuherbergi en stráka.... en... það eru þó til helling af fallegum strákaherbergjum og góðum hugmyndum. 
Sérstaklega er ég hrifin af svona skemmtilegum posterum eins og hér fyrir ofan með hvölunum. Það má jafnvel líka vera myndir og upplýsingar um sjávardýr, fugla eða alheimskort.
Flottir púðar og gæjaleg veggfóður heilla mig líka nokkuð mikið sem og stafrófið og fallegir hankar :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli