divider

divider

Fögur hús um landið

Hofsós

Síðastliðnar tvær vikur hef ég verið á flakki um landið okkar fallega í sumarfríi með manni, börnum og vinum. Ég sá margt ótrúlega fallegt enda ekki furða þar sem landið okkar fallega leynir á fögrum stöðum hvert sem litið er. En þrátt fyrir fallegt landslag (sem ég tók jú líka myndir af) þá heillaðist ég mjög af fögrum húsum sem ég átti leið framhjá um allt land. Þannig æxlaðist það að ég fór að "safna húsum"...sem er mjög skemmtileg iðja. Börnin mín fóru að taka eftir þessu blæti mínu og fóru að hjálpa mér að finna fyndin, skemmtileg og falleg hús til þess að taka myndir af hvert sem við fórum manninum mínum til mikillar gleði (hann keyrði yfirleitt bílinn). "STOPPUM HÉR! - TÖKUM MYND AF ÞESSU HÚSI!! - SNÚA VIÐ!" heyrðist reglulega í aftursætinu og stundum var eins og við ætluðum aldrei að komast áfram þar sem margir bæjir landsins luma á svo mörgum fögrum og skemmtilegum húsum. 
Meðfylgjandi eru myndir af uppáhalds húsum þessarar ferðar...og eitt hús fær að fylgja með sem ég tók mynd af í fyrra en fyrir neðan myndirnar má sjá hvað húsin eru að finna. 

Gæti verið að ég hafi eignast nýtt ferðaáhugamál ;) 

Hofsós

Húsavíkur kirkja

Skriðuklaustur

Seyðisfjörður

Seyðisfjörður

Eskifjörður

Reyðarfjörður

Berufjörður 
(leiðréttið mig ef þetta er vitlaust hjá mér)


Höfn

Víkingaþorpið á Höfn

Trjákofi í Atlavík

Skagaströnd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli