divider

divider

Skartgripa skúlptúrar í Kirsuberinu

Í Kirsuberjatrénu stendur yfir sýning listamannsins  Benas Staskauskas.
Sýningin er mjög áhugaverð en á henni má finna fjöldan allan af hringum sem eru nokkuð öðruvísi en við erum vön að sjá. Hringarnir eru unnir sem skúlptúrar en innblástur listamannsins er að hans eigin sögn náttúran og hversdagsleikinn.
Hver einasti hringur er einstakur og hefur sína sögu að segja hverjum einasta áhorfanda og því engir tveir hringir eins. Hringarnir eru að mestu gerðir úr gerviefnum eins og plasti, rafi og carbon en hann notar lítið af dýrum málmum eins og gulli og silfri.
Sýningin er fyrsta einkasýning listamansins en áður hefur hann m.a. unnið með hönnuðinum Guðmundi Jörundssyni hjá JÖR hér á landi ásamt fjöldamörgum listamönnum erlendis.

Ég mæli með að fólk komi við í Kirsuberjatrénu og kíki á þessa einstöku og skemmtilegu sýningu.






Engin ummæli:

Skrifa ummæli