divider

divider

Kay Bojesen


Daninn Kay Bojesen, hönnuður, er þekktastur í dag fyrir hönnun sína á tré leikfanga-apanum. Fæstir vita þó að Bojesen fæddist árið 1886 og fór árið 1906 að vinna sem silfursmiður fyrir fyrirtækið Georg Jensen en þar vann hann við að hanna og smíða hnífapör. Árið 1922 fór hann að hanna viðar leikföng en þeirra á meðal var apinn fallegi ásamt langhundinum, flóðhestinum, fílnum, kanínunni og bangsanum ásamt fallegu Songbirds fuglunum sem sjá má hér á mynd fyrir neðan. Kay opnaði búð í Kaupmannahöfn árið 1931 sem lokaði ekki fyrr en á níunda áratug síðustu aldar. Í kjölfarið keypti Rosendahl framleiðsluréttinn á tréleikföngum Bojesen. 
Bojesen lést árið 1958 en hefur örugglega aldrei verið eins vinsæll og nú en apann fallega má örugglega finna á öðruhverju íslensku heimili. 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli