divider

divider

Marmari á Antikmarkaði

Um helgina kíkti ég á hinn margumbloggaða antikmarkað hér á Skaganum. Skemmtilegasta antikmarkað landsins þó víðar væri leitað. Þar fann ég þennan fallega marmaradisk á snúningshjóli...vei!  Og ég keypti hann á heilar 1800 kr. hvorki meira né minna... ! Aðeins ódýrara en í búðinni.... og alveg jafn fallegur ;) Mig hefur lengi langað í einn svona en ekki fundið þann eina rétta...fyrr en núna ;) 
Í sumar ætlar Antikmakaðurinn að vera með bás á matarmarkaði sem haldinn verður allar helgar frá og með 17. júní. og fram að ágústmánuði. Þegar þessir skemmtilegu markaðir byrja verður sko komin góð ástæða til þess að fá sér rúnt á Akranes, kaupa ferska vöru beint frá bónda, eitthvað gott frá Galito að sjálfsögðu (verður með bás líka), og eitthvað fallegt frá Antikbúðinni ;) 

Ég minni á að Akranes er ekki nema um 35 km frá Ártúnshöfða eða svo... ekki langt skal ég segja ykkur ;)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli