divider

divider

Antik á Akranesi


Á laugardaginn kíkti ég eins og svo oft áður á antik-markað hér á Akranesi sem staðsettur er í bílskúr einum á Heiðarbrautinni. Ég er ein af fastagestunum sem mætir alltaf þegar það er opið og ég fer aldrei tómhent heim. Þessa helgina hafði ég hug á að kaupa nokkra hluti sem ég síðan fann ekki...einhver var á undan mér líklega. En það er stundum þannig. En í staðin keypti ég könnu í stellið mitt og þennan fallega marmara kertastjaka. Ég keypti líka litla hillu með hönkum á inn í barnaherbergið sem þið fáið að sjá þegar búði er að hengja hana upp og gera fínt ;) 

Ég hef áður sagt ykkur frá þessum skemmtilega markaði hér í þessari færslu. Og nú um helgina varð algjör sprengja í aðsókn hjá þeim hjónum Kristbjörgu og Björgvini sem reka antík-markaðinn. Það gjörsamlega fylltist hjá þeim bílskúrinn af fólki. Þarna voru líka fréttamenn að taka viðtal við hjónin, en Björgvin á ótrúlegt safn af gömlum vélmennum....og svo fjallaði Dr. Gunni um ferð sína þangað með fréttafólkinu á blogginu sínu. Ég hef oftast verið þarna að gramsa ein eða með 2-3 öðrum, en á laugardag varð bílskúrinn eins og sardínudós. Sem er auðvitað bara af hinu góða.
En það sem er svo sérstakt við þennan antík-flóamarkað er að þarna er hægt að nálgast verðmæti á góðu verði. Þið einfaldlega verðið að kíkja þarna þegar opið er. 

Oftast er opið 1. helgi hvers mánaðar.  


Engin ummæli:

Skrifa ummæli