Þessi fallega eign er ný komin í sölu hér á Akranesi. Þegar myndirnar eru skoðaðar þá má sjá að litlar breytingar hafa verið gerðar á húsinu frá upphafi og því hefur það ótrúlegan sjarma yfir sér.
Ég skoðaði þetta hús fyrst í gær á fasteignir.is og heillaðist alveg. Kopar arininn með þessum grænu flísum er hreint alveg magnaður. Ótrúlega fallegur. Sérsmíðaðar innréttingar sem skilja af stofu og borðstofu ásamt þessum skemmtilega karrýgula bekk.
Vá! - ég bara get ekki sagt annað! Þetta er eins og að fara 40 ár aftur í tímann! :)
Og sjáiði hvað eldavélin er krúttleg! ;) Jimundur minn hvað þetta hús er fínt!
Það má skoða fleiri myndir hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli