divider

divider

Hvað er náttúrulegra heimili?


Nú ætla ég að reyna að koma eftirfarandi frá mér, án þess að það hljómi eins og fiðrildaprump og grænar hljóðbylgjur.

Fyrir skömmu var stofnaður hópur á Facebook, Náttúrulegra heimili.
Nafnið segir sig sjálft en þetta er eitthvað sem ég fór ekki að spá í af neinni alvöru fyrr en ég eignaðist barn. Vilja ekki allir það besta fyrir börnin sín? -Það besta er ekki það dýrasta.
Það er til aragrúi af álíka hópum en ég hef ekki fundið neinn á íslensku, fyrir íslenskar aðstæður.
Það er alltaf gaman að vera í félagsskap fólks sem spáir í svipuðum hlutum og þú. Það er enn skemmtilegra að vera í hópi sem hefur hvetjandi áhrif á þig.
Þrátt fyrir að hópurinn sé nýr ennþá þá hefur margt skemmtilegt og fræðandi verið rætt um. Þú þarft ekki að vera græn/n í gegn til að vera með.

Maíspokarnir sem eru nú loksins að birtast sem valmöguleiki í stað plast innkaupapoka við kassa í mörgum af stóru matvöruverslununum hafa verið ræddir.


Meðlimir hafa líka deilt uppskriftum af uppáhalds DIY hreinlætisvörunum sínum og það á eflaust margt eftir að bætast við. Ég er mjög spennt að prófa uppskrift af þessum líkamsskrúbbi:


Að "vera grænni" snýst ekki bara um að þvo ruslið og stafla því saman í eldhúsinu.
Það er hægt að gera svo miklu meira OG þú gætir bætt heilsuna og sparað í leiðinni. Því fylgir líka góð tilfinning, að finnast þú vera að gera eitthvað örlítið betur. Fyrir utan það að kenna börnunum betri siði.

- Borða betri mat og minnka aukaefnin sem heimilisfólkið þitt innbyrðir
  • Að gefa sér aðeins meiri tíma í að útbúa matinn frá grunni.
- Nota hreinni hreinsivörur fyrir heimilið og líkamann
  • Geturðu borið fram öll efnin sem snerta húðina á hverjum degi?
  • Finnst þér það í lagi?
- Nota þína eigin orku meira til að komast á milli staða þegar þú getur, í stað bílsins.
  • Hitaeiningar í stað mengunar
- Kaupa notaða hluti og gera að þínum eigin

Þú þarft ekki að gera allt í einu. Margt smátt gerir eitt stórt og allt það.
Það er alltaf gott að muna að góður göngutúr byrjar á einu skrefi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli