Nýlega setti fyritækið Norman Copenhagen í framleiðslu hjá sér nýja vörulínu af fuglum eftir íslenska hönnuðinn Sigurjón Pálsson. Línan nefnist Shorebirds eða strandfuglar á góðri íslensku.
Línan telur þrjár tegundir af fuglum eða Spóann, Stelkinn og Sendlinginn og hafa þessir fallegu fuglar fengið gott pláss í hillum hönnunarbúða hér á landi.
Ég var svo sniðug að nýta mér miðnæturopnun sem var nú í byrjun október hér á Akranesi til þess að kaupa mér fugl á afslætti. Fuglarnir eru nýlega lentir í hönnunar- og gjafavöruversluninni @home hér í bæ og ég get sagt ykkur það að þeir eru hver öðrum fallegri og því mjög erfitt að velja ;)
Að lokum ákvað ég að taka Spóann með bleikum fótum en síðar eignast ég vonandi einn Stelk og einn Sendling :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli