divider

divider

Barnaherbergi


Þessa dagana eru falleg barnaherbergi ofarlega í huga mínum... enda eitt lítið að fara að bætast við fjölskylduna í ágúst ;) En það þarf nú samt að taka í gegn herbergið hjá elstu dömunni á heimilinu sem fyrst og ég er endalaust að skoða og hugsa þetta. Hún er orðin svolítill unglingur í sér og vill losna við flest allt dótið út úr herberginu enda að verða 10 ára. Hún hrúgar því öllu þessa dagana inn  til litlu systur sinnar...og laumar sér svo þangað inn til að leika sér í dúkkó ;) En pæjuherbergi þarf hún að fá. Það er bara þannig. 
Allt þetta svarta og hvíta heillar voða en mér finnst það oft mjög ópersónulegt og því finnst mér ágætt að hafa hvítan grunnlit á húsgögnunum og poppa svo upp með litum svo að herbergið fá sinn persónulega sjarma. 

Við erum búnar að ákveða þetta nokkurnvegin allt saman í sameiningu og okkur langar báðum að  kanínu-segul-veggfóður eins og sjá má hér neðstu á myndinni fari upp hjá skvísunni. En veggfóðrið fæst í Esja dekor.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli