Nú er viðburðaríku sumri lokið og haustið gengið í garð. Síðan ég bloggaði síðast hefur eitt barn bæst í hópinn hér á heimilinu og öllum heilsast bara nokkuð vel. Ég sest minna niður fyrir framan tölvu en áður svona til að byrja með á meðan allt er að detta í rétta rútínu og við lærum að eiga þrjú börn.
En mig langaði til að sýna ykkur skiptiaðstöðuna mína. Í húsinu okkar er lítið rými inni í svefnherberginu okkar á milli skápa. Líklega hugsað fyrir spegil og snyrtiborð en við höfðum ekki gert neitt við þetta rými síðan við fluttum inn fyrir ári síðan. Hundarnir okkar fengu að hafa það útaf fyrir sig til að byrja með en núna hefur það fengið nýtt hlutverk. Við ákváðum að máta skiptiborðið þarna inní þetta litla horn og það passaði líka svona rosa fínt. Húsbóndinn málaði vegginn og ég fékk að dúlla við rest :)
Skiptiborðið sjálft keypti ég notað en það er úr Ikea. Því miður er það hætt í sölu þrátt fyrir að vera ótrúlega fallegt. En ég þræddi sölusíður og fékk það að lokum ;)
Skiptidýnuna og óróann fékk ég í Petit.is barnavöruverslun en fiðrildin bleiku átti ég til.
Bæði skiptidýnan og óróinn eru frá sænsku merki sem nefnist Farg & Form sem Petit.is selur en skýin eru einskonar einkenni merkisins. Mikið af fallegum vörum koma frá þessu merki bæði í fatnaði og öðrum nauðsynjavörum fyrir börnin :) Endilega kíkið á Petit...þið verðið ekki svikin ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli