divider

divider

Aðventan

Næstkomandi Sunnudagur er 1. í aðventu.
Sem er svosem ekki frásögu færandi nema hvað að ég hef verið að leita að fallegu aðventu ljósi síðan ég hóf minn búskap og aldrei fundið neitt sem mig hefur langað í. Ég fjárfesti í einu hræódýru og voðalega venjulegu í Húsasmiðjunni hér um árið en á hverju ári þegar ég dreg það fram þá þarf ég að endurnýja allar perur og pirra mig svo á því hvað það er ljótt.

Hinsvegar hefur Arca Studio hannað fallegt aðventuljós sem ég væri alveg til í að fjárfesta í.
Ljósið hefur þá kosti að vera örðuvísi og fallegt en þó samt ekkert langt frá þessum gömlu góðu sem voru til hér í eldgamla-daga (sem ekki eru til lengur nema hjá ömmu)

það er komið á eyðslulistann :) - Kannski að ég fái það frá sjálfri mér í afmælisgjöf í næstu viku :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli