Sælt veri fólkið.
Mér bauðst sá mikli heiður að vera með-bloggari. Auðvitað sleppir maður ekki svoleiðis tilboði.
Ég hef sankað að mér mikið af allskonar sniðugum hugmyndum, hlutum sem mig langar í og sem mig langar að gera. Aldrei að vita nema maður deili því með ykkur :)
Svona síðasta hálfa árið eða svo hef ég tekið mikið til í mataræðinu. Þar koma grænmeti og ávextir mikið inn í. Að reyna að borða 4 ávexti á dag...gengur ekki alltaf en ef maður ætti eitthvað álíka þessu þá yrði maður kannski duglegri við það.
Þetta er hannað af ApiuPiu Design og kallast FrecciaMela.
Afhverju það er í laginu eins og ör veit ég ekki en hugmyndin er ekki verri en hver önnur. Ein ör á mann á hvert heimili og maður getur fylgst með ávaxtaátinu.
Banana tree eftir Benjamin Hubert
Hérna er svo ótrúlega fallegur...jah, skúlptúr mætti helst kalla það, fyrir ávexti. Myndi sóma sér vel á hvaða borði sem er. Mikið rosalega væri ég til í svona líka..
Macedonia eftir FOC (Freedom of creation)
(líka til í gylltu)
Nú er best að skella sér út á svalir með eins og eitt stykki epli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli