divider

divider

Ferskir ávextir

Sælt veri fólkið.
Mér bauðst sá mikli heiður að vera með-bloggari. Auðvitað sleppir maður ekki svoleiðis tilboði.
Ég hef sankað að mér mikið af allskonar sniðugum hugmyndum, hlutum sem mig langar í og sem mig langar að gera. Aldrei að vita nema maður deili því með ykkur :)

Svona síðasta hálfa árið eða svo hef ég tekið mikið til í mataræðinu. Þar koma grænmeti og ávextir mikið inn í. Að reyna að borða 4 ávexti á dag...gengur ekki alltaf en ef maður ætti eitthvað álíka þessu þá yrði maður kannski duglegri við það.

Þetta er hannað af ApiuPiu Design og kallast FrecciaMela.
Afhverju það er í laginu eins og ör veit ég ekki en hugmyndin er ekki verri en hver önnur. Ein ör á mann á hvert heimili og maður getur fylgst með ávaxtaátinu.

Þetta væri ég til í að eignast! Ég er alltaf í vandræðum með bananana. Mér finnst þeir bestir alveg gulir og ómarðir. Hef aldrei rekist á hlut sem er bæði fyrir hangandi banana og aðra ávexti.
Banana tree eftir Benjamin Hubert


Hérna er svo ótrúlega fallegur...jah, skúlptúr mætti helst kalla það, fyrir ávexti. Myndi sóma sér vel á hvaða borði sem er. Mikið rosalega væri ég til í svona líka..
Macedonia eftir FOC (Freedom of creation)
(líka til í gylltu)
Nú er best að skella sér út á svalir með eins og eitt stykki epli.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli