divider

divider

Pappi! Pappi! Komdu og sjáðu

Ég var í einhverju pappa skapi í dag. Og komst að því það eru fleiri sem fara í pappa skap, varð að deila því með ykkur.

Rainer og Tobias Kyburz hönnuðu þessi tvö ljós.
Kandelaber
Mér finnst þau flott.

KartonKlunker

Þessi krútt eru algjör snilld. Rollu-pappa-hillur. Það er ástralskt hönnunarfyrirtæki sem stendur fyrir þessu, hægt að kaupa hrút, rollu og lamb hér.
The Barnyard Method

Liam Hopkins hönnuður og listamaðurinn Richard Sweeney gerðu þennan sófa úr, jú pappa, með býflugnabú sem fyrirmynd. Hann er hluti af Honeycomb húsgagnalínu Lazerian.


Lazerian

Hér fyrir neðan eru nokkrir hlutir hannaðir af Giles Miller. Hann er augljóslega pappakall.
Ég verð nú að játa að mér innst þessi lampi frekar flottur. Skemmtilegt munstur sem myndast í kringum hann og þægilega dempað ljósið.
Flott afaklukka

Og lítið og sætt náttborð með glerplötu. Fæst hér.
Þessi hilla hefur farið víða um netheima. Enda ekki skrítið. Hún er virkilega öðruvísi.

Eric Guiomar

Þetta er ekki pappi, heldur korktappi x1754 (eða svona u.þ.b.). Gabriel Wiese hefur búið til marga stóla úr korktöppum og hefur verið með þá í sýningum um allan heim. Hægt er að skoða þá hér.
Korkart, "Die neue Plaste"
2 ummæli:

 1. What's up to all, how is everything, I think every one is getting more from this website, and your views are nice in support of new viewers.
  Look at my webpage play free casino games online

  SvaraEyða
 2. you are really a good webmaster. The site loading speed is
  amazing. It kind of feels that you are doing any distinctive trick.
  Also, The contents are masterwork. you've done a great job in this topic!

  my web site: Free Online Games

  SvaraEyða