divider

divider

Búðafjör :)

Búðin Tiger laðar mig alltaf að sér þegar ég er nálægt henni.
Mér finnst alltaf jafn gaman að skoða allt það skemmtilega og litríka sem til er í Tiger og ekki spillir fyrir að þetta er allt svo ódýrt :) - reyndar veit ég að flest allar vörurnar þarna inni eru eftirlíkingar af dýrari og vandaðari vöru... en sumt má nú alveg fjárfesta í :) 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim vörum sem að ég hef heillast að í seinustu ferðum mínum inn í búðina :) 

Ég fjárfesti einmitt í stöfunum H og N í dag og hrikalega ánægð! loksins var hægt að fá fallega stafi á viðráðanlegu verði sem eru ekki of stórir og úr tré! :) 
Engin ummæli:

Skrifa ummæli