divider

divider

BókahillAN

Það er einn veggur í stofunni minn sem er alveg auður... frekar stór veggur líkt og þessi hér fyrir neðan. 
Ég er alltaf að reyna að finna það rétta á vegginn.

ég held ég hafi fundið það. 

Hillan er eftir hönnuðinn Olivier Dollé franskan hönnuð :)



Push and Store

Þessi skemmtilega hilla/skenkur/húsgagn kemur frá Droog
En það má segja að þetta sé bæði skúlptúr og hilla... og því kannski ekki hægt að hafa húsgagnið upp við vegg ef þú ætlar að geyma eitthvað í því... eins og myndirnar kannski sýna :) 

skemmtilegt og fallegt :)



Hippo and Potamus

Stólarnir og borðin hér að neðan hafa fengið nafnið Hippo and Potamus og eru eftir hönnuðinn Miu Gammelgaard. En þetta skemmtilega "sett" var hannað fyrir sænska fyrirtækið Blå Station og var kynnt á Stockholm furniture fair í seinustu viku. 

Mér finnst einhver skemmtilegur sjarmi yfir þessu :) 




púslaðu þér hillu.


skemmtileg hilla :) 
minnir mig á eina skemmtilega hillu sem var til sýnis á útskriftarsýningu LHÍ árið 2009 sem má sjá hér fyrir neðan :)


Ég læt mig dreyma...

Þegar að ég er orðin "stór" þá er planið að eiga eitthvað fallegt afdrep í sveitinni. 
Sumarbústað á besta stað. 

Þessi hér fyrir neðan kemst ofarlega á lista yfir hvernig ég vil að minn bústaður líti út.
Afskaplega fallegt hús eftir arkitektana á Hofman Dujardin stofunni í Þýskalandi.

Stockholm Furniture Fair 2011

Nú stendur yfir sýning í Stokkhólmi sem kallast Stockholm furniture fair og er hún haldin á hverju ári í febrúar. 
Í einu sýningarríminu sem kallast Greenhouse sýna nemendur og frekar ungir hönnuðir sem þá oftast nær sýna bara prótótýpurnar sínar þar sem að flestar vörurnar eru ekki komnar í framleiðslu. 

Þessi vegghilla hér fyrir neðan er ein þeirra sem þar var til sýnis. Ég stal myndinni frá vinkonu minni sem var stödd á sýningunni og tók mynd af verkinu fyrir mig vil ég meina...þar sem það minnir óneitanlega á lokaverkefnið mitt sem ég gerði í LHÍ vorið 2009. 
Ég veit ekki enn hver á heiðurinn af þessu eða frá hvaða skóla...en bæti því vonandi við færsluna ef ég kemst að því :) 
veist þú það kannski?


Hér fyrir neðan má sjá lokaverkefnið mitt sem nefnist Veggflétta. Hillur unnar úr möppuplasti í samstarfi við Múlalund. Verkið mitt er unnið útfrá Origami og vísar í skriðplöntur líkt og Bergfléttuna. En þaðan kom nafnið á verkið. Verkið getur stækkað og minnkað eftir smekk og vild :)


sjáið þið einhvern svip með verkunum?

Skemmtilegt hvað það er ekkert nýtt undir sólinni! :)

Ótrúlega fallegt barnaherbergi!

Ég er nokkuð viss um að þetta herbergi sé draumaherbergi allra lítilla stúlkna sem búa yfir ævintýraþrá :) 
Mín litla 5 ára gæfi nú örugglega margt til þess að eiga svona fallegt og stórt herbergi. Og ég væri líka alveg til í að gefa henni svona fallegt herbergi :) 
Ég er hugfangin!






DIY: listaverk í ramma.

Þetta er nú eitthvað sem allir geta gert! 
Það eina sem þarf að gera er að fjárfesta í góðum ramma, finna fallegann pappír og klippa út hjörtu!
Það gæti líka verið fallegt að sleppa einu hjarta í hverri línu og teikna það með penna og setja vel valið orð inní ;) 
gætu verið dulin skilaboð!
Rómantískt!


er ekki valentínusardagurinn framundan?

Kökurugl

Það verður að segjast að ég er forfallin kökuskreytingarfíkill! 
Mér finnst ótrúlega gaman að skreyta kökur, svo lengi sem ég geri sömu skreitinguna bara einu sinni.
Ég geri kökur orðið fyrir hin og þessi tækifæri fyrir hina og þessa í familíunni. Ég er ekki svo lagin ennþá með sykurmassann, enda leiðinlegt að búa hann til. 
En þess í stað leik ég mér með smjörkrem :) 

Þessi hérna fyrir neðan er nýjasta verkið sem ég gerði fyrir skírn systurdóttur minnar um seinustu helgi. 
Litla prinsessan var svo skírð í höfuðið á mér og eldri systir okkar :) gaman gaman :) 



 Ísland var búið til fyrir auglýsingu fyrir sýningu Stefnumót Hönnuða og bænda í Listaháskólanum 2008.





Það er lítið mál að búa svona til. 
Ég googla mynd, kem fyrir á A4 blaði og prenta út. 
klippi svo út myndina og bý til "stensil" og nota hana til þess að gera útlínur
því næst teikna ég fríhendis eftir myndinni með kremi og rjómasprautu eða kramarhús 
og lita svo með kremi :) 


ps. Tölvan mín er biluð... vei! 
þannig að bloggið er í lágmarki þessa dagana!

Kertastjakar

Þessir kertastjakar hér fyrir nean eru frekar ofarlega á mínum óskalista :) 


Kertastjakarnir hér að ofan eru staflanlegir og koma í allskonar litum og fást í Epal 
Ótrúlega fallegir. 
Og þessir hér fyrir neðan festast saman með segul og er alltaf hægt að bæta í safnið :) 
Þeir fengust í Saltfélaginu hér í denn en ég er ekki viss hvað hægt er að fá þá núna. 

veit einhver?


Afhverju að láta blómin bíða heima?

Þessa fallegu skartgripi hannaði Colleen Jordan og selur þá á Etsy. 
Endilega tékkið á henni!

ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð hrifin :)