divider

divider

Stockholm Design Week - Greenhouse/VIA University College.

Greenhouse er nafið á salnum sem að mínu mati er mest spennandi á sýningunni í Stokkhólm. Þar sýna ungir hönnuðir og nemendur í skólum héðan og þaðan frá Evrópu. Reyndar var þarna einn bás alla leið frá Kína, eins og sást í seinustu færlsu. 

En hér fyrir neðan má sjá 3 fallega hluti sem nemendur frá Teko, VIA University College frá Danmörku sýndu í Greenhouse. 

Hér fyrir neðan má sjá húsgagn eftir hana Ingu Sól Ingibjargardóttir, Askur. 
Askur er svona það sem kallast multifunctional furniture og er bæði borð, sæti eða geymsla fyrir ýmislegt smálegt sem ekki má týnast. 



Fyrir ofan: Leikfang eftir Michael Lindgaard Sörensen sem kallast SJOVERT. 
Sjovert er leikfang hannað út frá gamalli danskri hönnun og leikföngum eins og "apans"sem að Kay Bojensen hannaði hér um árið. Leikfangið er hugsað fyrir allan aldur og færi mjög vel t.d. í stofunni minni :) - ég varð mjög skotin í þessu leikfangi. 
En það eru semsagt samsett af 7 mismunandi hlutum sem allir hafa segul og svo getur hver og einn leikið sér. 

Fyrir neðan: Borð sem hannað er af Pernille Rask sem nefnist SWAP. 
Með borðinu fylgja 3 aukahlutir til þess að prýða borðið með. Skál sem hægt er t.d. að geyma ávextina í, hitaplatta til þess að verja borðið frá heitum hlutum og vasa fyrir öll fallegu blómin sem ættu alltaf að prýða heimilið :)  En allir þessir aukahlutir eru eins í laginu og falla því allir ofan í eina litla "holu" sem búið er að fræsa ofan í borðið á einum stað. Svo skiptir maður bara út eftir því sem á við. :) 


Það mun týnast inn hér hægt og rólega frá sýningunni :) 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli