divider

divider

Stockholm Design Week - Greenhouse

Ég gerðist svo heppin að komast sem áhorfandi á Stockholm design week. Ótrúlegt ævintýri fyrir alla sem áhuga hafa á hönnun... og ég tala nú ekki um allann þann innblástur sem ég sem hönnuður fær á svona sýningu :) 
Að sjálfsögðu tók ég myndavélina með mér og á næstu dögum mun ég dúllast við að henda inn myndum og færslum frá sýningunni og sýna ykkur allt sem bæði var áhugavert og skemmtilegt að sjá :) 





Hér fyrir ofan og neðan má sjá verkefni frá Beckmans College og Design skólanum í Svíþjóð. 
Verkefnin voru unnin í áfanga sem nefndist "Never Mind the Object" og var unnið út frá orðum sem ekki eiga sér áþreifanlegan hlut að styðjast við, eins og t.d. orðið Internet. 
Á myndinni fyrir ofan má sjá húsgögn sem eru sandblásin og gerð úr harðvið. 
Fyrir neðan er "blöðruljós" prótótýpa sem virkar ekki en samkvæmt hönnuðinum er hann að vinna í að taka lampann alla leið og vonar að hann verði klár og farin að virka á næsta ári. Hann ætti s.s. að virka þannig að þegar slökkt er á lampanum, þá liggur "blaðran" niðri á gólfinu en þegar þú kveikir þá svífur hún upp. 


Hér fyrir neðan má sjá stól eftir íslenska stelpu sem stundar nám í hönnun í Noregi. Það vill svo til að ég er búin að týna öllum upplýsingum um hana og skólann... svo að myndin verður að nægja. 


Hilla/vínrekki sem kom alla leið frá Kína á sýninguna. 


                   Mjög skemmtilegur stóll hér fyrir neðan sem kallast "Lauvid" eftir Henke Westling. Stóllinn er eldhússtóll gerður fyrir lítil rými. Í staðinn fyrir tvo stóla, þarftu bara einn... en hann breytist í bekk. Ég heillaðist mjög af samsetningunni á stólnum, engir naglar bara viður. 



Á næstu dögum munu detta inn fleiri myndir af sýningunni...fallegir og áhugaverðir hlutir sem veita manni innblástur :)

1 ummæli:

  1. Vá eeelska vínrekkann!! Mjög flottur, sem og stóllinn frá Henke W.

    Annars heitir íslenska stelpan Anna Birna Björnsdóttir, húsgangið hennar Broti og hún er að klára BA frá Kunsthøgskolen í Bergen

    Hlakka til að sjá meira af sýningunni!
    Kv. Steinunn Eik

    SvaraEyða