divider

divider

Hundalíf

Við Íslendingar erum mikil hundaþjóð. Nánast annaðhvert heimili hefur hund. En við erum þó samt ansi aftarlega á beljunni miðað við aðrar evrópuþjóðir hvað varðar að taka tillit og gera ráðfyrir hundunum okkar í daglegu umhverfi. 
IKEA í Köln í Þýskalandi leyfir ekki hunda inni í búiðinni en til að koma til móts við hundaeigendur  hafa þau komið upp Dog-Parking fyrir utan búð sína. Nokkur "stæði" fyrir utan búðina þar sem hægt er að binda hunda, þannig að þeir komast ekki í tæri við hvorn annan (enginn slagur). Hvert hunda-stæði er upphækkað og teppalagt svo að voffarnir geti lagst á mjúkt og svo má finna þar vatnsskál (hugsað fyrir öllu).
Þeir sem eru með smáhunda (eða ketti) geta svo sett þá inn í lítil hús/búr þar sem líka má finna litla vatnsskál í. 
Mér finnst þetta algjör snilld og þar sem við Svampskellingar erum báðar hundaeigendur þá vonumst við til að Ísland fari aðeins að reikna oftar með hundunum okkar.

Á neðstu myndinni fáið þið að sjá mynd af henni Míu minni þegar hún var sætur lítill hvolpur :) Nokkrum númerum of krúttleg!






1 ummæli:

  1. Haha já Mía er aðeins of sæt.

    Við Íslendingar eru ennþá of mikil bílaþjóð og á meðan svo er er ekki hægt að búast við mikilli þjónustu sem miðast við gangandi vegfarendur. Við þurfum að fara að breyta þessu og hætta að keyra allt sem við förum.

    SvaraEyða