divider

divider

Egils Öl verður stofustáss

Afi minn sálugur og elskuleg amma mín geymdu ótrúlegustu hluti hér í gamla daga :) Það er alltaf pínu fjársjóður að koma heim til ömmu og skoða allt sem hún hefur geymt, þvílíkur fjársjóður. 
Einhvernveginn þá hafa þau, og kannski aðallega hún amma, alltaf vitað hvað ætti að geyma. Allavega þá er allt sem hún hefur geymt í gegnum árin algjört gull í dag. 
Fyrir "nokkrum" árum þegar amma var að flytja, þá hirti ég þennan fallega kassa sem gengdi einu sinni því hlutverki að passa vel uppá 1 lítra gosflöskur úr gleri (sem amma á einmitt nokkrar af og notar enn undir saft). Ég notaði kassann til að byrja með alltaf í anddyrinu heima hjá mér undir húfur og vetlinga, en svo flutti ég...og flutti aftur og einhvernveginn endaði hann gleymdur úti í bílskúr. 
Nú er verið að taka til í skúrnum og þá kom hann uppúr kafinu aftur...þessi myndarlegi trékassi.
Auðvitað fékk hann flottann stað í stofunni og fær þar að passa uppá öll Hús&Híbýli blöðin mín. 

Ég er alveg að elska hann :) Engin ummæli:

Skrifa ummæli