divider

divider

Heimilisfrúin

Vinkona mín hún Hildur Arna hefur hafist handa, ásamt eiginmanni sínum, við að klára húsið sem þau hafa byggt, herbergi fyrir herbergi. Húsið var í raun tilbúið og þau löngu flutt inn, en það var svona eitt og annað inní húsinu sem átti eftir að ditta að. 
Á meðan að á ferlinu stendur ákvað Hildur að stofna blogg og blogga um allt 
ferlið frá A- Ö. 
Planið er að vinna þetta eitt rými í einu á nokkrum mánuðum og einbeita sér sð því að klára hvert og eitt rými alveg til enda. 
Hér má sjá barnaherbergi sem hún og maðurinn hennar unnu að og kláruðu í seinustu viku. 

Mjög vel heppnað. 


  Fyrir. Eftir. 
Endilega fylgist með þessu hjá þeim...þetta er allt voða spennandi. 
Og flottar hugmyndir þarna :) 

1 ummæli: