divider

divider

Kertagerð

Í dag var ég ásamt Ölmu, skólasystir minni, að kennar 8-9 ára börnum á listkennslunámskeiði sem listkennsludeild LHÍ heldur alla fimmtudaga fyrir börn á þessum aldri í Laugarnesskóla. 
Ég get ekki sagt annað en að að hafi bara verið ótrúlega gaman :) Krakkarnir voru mjög hressir og skemmtilegir svo ekki sé talað um áhugann sem þau höfðu fyrir verkefnum dagsins. 
Við Alma fórum með þeim í kertagerð þar sem við notuðum gamla kertaafganga ásamt ýmsu spennandi og skemmtilegu skreytingarefni sem þau settu í mót og steyptu sér kubbakerti, ásamt því að búa til allskonar minni kerti með piparkökumótum og skeljum. 
Við steyptum líka nokkur kerti með þeim í glerkrukkur sem kom líka ótrúlega fallega út :) Svo fengum við þau til þess að búa til poka úr gömlum dagblöðum undir kertin. 
Þau voru voða glöð með þetta og allt heppnaðist þokkalega :)
Myndirnar tala sínu máli um hvað þetta var gaman :) Og ekkert mál að gera svona! :) 









2 ummæli:

  1. Eru bara notaðir gamlir kertaafgangar til að búa til svona? Dauðlangar að gera svona sjálf.

    SvaraEyða
  2. já, en reyndar þarf líka hvítt vax sem er brætt. Við keyptum bara hvít kubbakerti í Ikea til að bræða, skárum niður kertaafganga sem börnin komu með og svo keyptum við kveikjana í Föndurlist. Þetta er voða gaman. er það þarf að fara varlega, passa að vaxið ofhitni ekki, því þá getur kviknað í. - ég er alveg komin í stuð að gera svona :)

    SvaraEyða