divider

divider

13 dagar til jóla - Falleg jólatré sem má föndra

Stekkjastaur kemur í kvöld og jólin nálgast eiginlega alltof hratt. 
Skólinn er að klárast hjá mér í þessari viku og þá verður allt sett á fullt í þrifum og jólapakkainnpökkun. 
Ég er nú reyndar búin að pakka inn nokkrum pökkum - en meira um það síðar. 

Hér fyrir neðan eru hugmyndir að skemmtilegum jólatrjám sem má auðveldlega útbúa heima hjá sér. 
Hér á efstu myndinni er búið að útbúa tré úr balsavið sem að auðvelt er að klippa eða skera til með dúkahníf. Ekkert þarf að saga og ekkert vesen. Balsaviður fæst í Handverkshúsinu í Bolholti og jafnvel á fleiri góðum stöðum :) 

Efnið í hin jólatréin ættu nánast að vera til heima hjá öllum :) 
Engin ummæli:

Skrifa ummæli