divider

divider

12 dagar til jóla. - Spenningurinn magnast.

Stekkjastaur er mættur og kom vonandi með eitthvað annað en kartöflu í litla skó í glugga :) 

En Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega kransa sem má gera sjálfur úr klósettpappírs-rúllum. 
Þessi græni hér fyrir neðan er gerður úr svona venjulegum klósettrúllu-pappa sem er klipptur niður, málaður og límdur saman. Líklega er best að eiga límbyssu fyrir svona föndur. 
Neðri kransinn er gerður úr svona iðnaðar-rúllu-pappa og þar kemur líka límbyssan við sögu :) 
Skemmtilegar hugmyndir  sem kosta nánast ekkert! :) Engin ummæli:

Skrifa ummæli