divider

divider

Áramótapartý - undirbúningur.

Nú eru örugglega margir farnir að huga að Gamlárskvöldi. Oft koma stór-fjölskyldurnar saman á gamlárs og borða saman og skjóta upp. Þannig er það hjá okkur :) 

Skemmtileg hugmynd til þess að skreyta matarborðið er að búa til munstur með piparkökumótunum á karton. Stjörnur eru mjög áramótalegar...og jólalegar. En hægt væri t.d. að gera litlar stjörnur og setja á borðið hér og þar... og svo má líka gera aðeins stærri stjörnur og setja nöfn gestanna á stjörnurnar og raða þeim niður við borðið. Stjarnan gæti verið falleg á disknum yfir servíettunni jafnvel :) 

Hjörtu, bjöllur, jólasveinar eða hreindýr eru líka fallegt munstur til að leika með :) 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli