divider

divider

Jólin nálgast...21 dagur til jóla!

Nú nálgast jólin óðum og flestir eru að detta í gott jólaskap. 
Oft getur þó þessi tími árs verið sumum erfiður...og hann hefur verið það stundum hjá mér, því á þessum tíma sakna ég meira þeirra ástvina sem látnir eru. EN þá er nú gott að lyfta sjálfum sér svolítið upp og gera eitthvað með börnunum sínum sem nærir andann :) 

Mér finnst voða notalegt að setjast niður með mínum stelpum og föndra, teikna eða mála með þeim.  Hlusta svolítið á jólalög og segja hvor annarri sögur af jólasveinum og öðru skemmtilegu og spennandi. Hekla Dís, 2 ára hefur nú kannski ekkert margt um þetta að segja annað en t.d. að jólasveinninn hafi bitið hana í tána og eitthvað svoleiðis.. en henni finnst gaman að vera með :) 

Svona jólastjörnur geta nánast allir gert, bæði fullorðnir og börn kannski 5 ára og eldri. En gott er þó fyrir börnin að fá smá hjálp frá fullorðnum að setja hana saman og fá smá útskýringar við brotin.. en VÁ hvað þau verða stollt af sér eftir að þau sjá fallegu útkomuna :) 

Hægt er að nota karton, hvít blöð, gamlar bækur og jafnvel jólapappír í verknaðinn. 
En muna þarf að ýta brotunum vel niður og renna fingrunum alltaf yfir þau, svo að stjanan verði fallegri. 
Og við þurfum að klippa út ferninga sem hefur allar hliðar jafn langar - og allir 8 ferningarnir sem fara í að gera eina stjörnu verða að vera jafn stórir.

svo tala myndirnar fyrir sig sjálfar :) 
Gangi ykkur vel :) Engin ummæli:

Skrifa ummæli