divider

divider

Beroma - Verzlun


Mín uppáhalds barnafatabúð hérna á landinu er búðin Beroma. 
Beroma hefur verið til nokkuð lengi og byrjaði sem facebook verslun en opnaði á síðastliðnu ári í Faxafeni 9. 
Eigandi verslunarinnar heitir að mig minnir Berglind og er hún bæði með sérvalda merkjavöru, vintage barnafatnað og svo saumar hún ótrúlega falleg barnaföt á bæði litla herramenn og litlar dömur. 
Ég hef verslað svolítið þarna hjá henni bæði falleg vintage föt og svo keypti ég jólakjóla dætra minna þarna fyrir jólin 2011. Ofsalega fallegir kjólar sem hún saumaði á þær alveg í stíl (kjólarnir sjást á neðstu myndinni). Hekla, yngri dóttir mín klippti reyndar gat á kjólinn sinn á aðfangadag og ég sendi hann til hennar Berglindar til að athuga hvort hún gæti lagað hann. Sem hún gerði og sendi mér hann til baka. Ég stend í þakkarskuld við hana útaf því ;) 
Það er alveg afskaplega góð þjónusta hjá þeim í Beroma...svo góð að mig langar oft að fara og knúsa starfsfólkið. ;)
Ég mæli með að þið farið og kíkið á allt það fallega sem þær hafa uppá að bjóða þarna ;) 




1 ummæli:

  1. Ég fékk skó eða nokkurs konar tátililjur á litla fætur, frá þeim í sængurgjöf sem hafa reynst svo vel. Elska þessa búð. kv. Erla

    SvaraEyða