Á fasteignavef morgunblaðsins er til sölu Brúnastekkur í 109 Reykjavík.
Húsið er eins og safngripur frá árinu 1985 eða fyrr því þarna er vart að finna nokkur einasta hlut sem nútíma samfélag segir að maður verði að eiga.
Ég er einfaldlega orðin ástfangin af þessu húsi og ég væri meira en til í að fara þangað inn og skoða :) Stíllinn hjá húseigundunum hefur á sínum tíma verið mjög úthugsaður enda hefur heimilið elst vel og á myndum að sjá er allt þarna inni eins og nýtt.
Eina stílbrotið sem ég fann af myndunum sem hægt er að skoða á fasteignavefnum er kaffikannan sem er frekar nýleg og stendur uppá borði í eldhúsinu.
Húsið er risastórt, heildir 533 fermetrar og það eru settar litlar 63 millj. á húsið sem er nánst gjöf en ekki gjald fyrir hús að þessari stærðargráðu.
Húsið er risastórt, heildir 533 fermetrar og það eru settar litlar 63 millj. á húsið sem er nánst gjöf en ekki gjald fyrir hús að þessari stærðargráðu.
Skrifstofan er í sérstöku uppáhaldi hjá mér þar sem hvorki er að finna tölvu né sjónvarp. Skrifborðsstóllinn er ofsalega fallegur og hvernig raðað er á borðið gömlum síma, fána og lampa er bara eitthvað svo fallegt :) Algjört uppáhald.
Fallegur bekkurinn í forstofunni, einnig er í sjúk í alla sófana :D
SvaraEyðakv Helena
Æðislegt!
SvaraEyða