divider

divider

Brauðbollur


Ég baka stundum brauðbollur. Mér finnst voða gott að eiga heimabakað til þess að hafa í nesti í skólann fyrir litlu stelpuna mína ;) Ég bakaði í kvöld og ákvað í kjölfarið að ég yrði að deila með mér uppskriftinni því bollurnar eru bara svo góðar... 
Þessi uppskrift kemur frá henni Rögnu, mömmu vinkonu minnar, og ég elskaði þegar Ragna bakaði bollur þegar ég var lítil...þá var ég alltaf svöng þegar ég kom í heimsókn. Það var bara þannig ;) - Ég var reyndar alltaf í heimsókn...en það er annað mál.

En þessi uppskrift er mjög einföld og það tekur 10 mínútur að henda í degið... varla það.

Brauðbollur Rögnu.

100 gr. smjör
5 dl. mjólk
1 dl. sykur
1 bréf þurrger (ég set rúmlega eitt bréf)
1 kg. hveiti
1 tsk. salt
1 stk. egg
1 tsk. kardimommudropar (ef vill) 

Smjör brætt í potti, teki af þegar allt er bráðnað þá er mjólkinni bætt við smjörið. þá ætti blandan að vera rétt volg. Þurrefnin sett í skál á meðan smjör bráðnar, ásamt gerinu. Smjörblöndunni, eggi og kardimommudropar settir útí þurrefnin. Blandað saman og hnoðað. Látið hefast í sirka 45 mínútur. 
Bollurnar gerðar og settar á bökunarplötur. 
Gott er að kveikja á ofninum og hafa hann heitar þegar bollurnar eru klárar, þá má henda þeim inn í sirka 5 mínútur og taka þær svo út og láta þær lyfta sér vel í sirka 20 mínútur. Þá verða þær rosalega mjúkar og góðar.  Svo eru þær bakaðar á um 200gr.C þangað til þær eru orðnar gullnar á litinn. 

Bragðast of vel ný bakaðar með smjöri ;) 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli