divider

divider

Snjór og gleði


Það er alltaf svo gaman þegar við hérna fyrir sunnan fáum smá snjó... þó að hann stoppi yfirleitt alltaf of stutt við hjá okkur að mínu mati. En það kom nú samt smá snjór um helgina í 1 dag ;) aðeins til að gleðja lítil hjörtu. 
Við mæðgur skelltum okkur út með sleðan og fengum okkur göngu, renndum okkur smá og gerðum svo litla snjó kisu handa gangandi vegfarendum á göngustignum við hliðná húsinu okkar ;) 
Kisan var voða sæt... en frekar stuttlíf, því seinnipart dags var komin rigning... 

Á neðstu myndinni er smá snjólistaverk sem við gerðum á vegg framan á húsið okkar í fyrravetur. 1 ummæli: