Amma mín hringdi í mig í gær til þess að segja mér frá merkilegri handverkssýningu sem hún fór á síðastliðinn sunnudag í Garðakaffi hér á Akranesi. Sýningin er sett saman af börnum og barnabörnum Sigrúnar Níelsdóttur en allt það sem sýnt er á sýningunni er samansafn af handverki eftir Sigrúnu. Sigrún er fædd árið 1927 á Seyðisfirði og hefur búið síðastliðna áratugi hér á Skaganum. Hún hefur allt frá unga aldri verið að skapa og hægt er að sjá vel vandaða dúka sem Sigrún gerði 6 og 7 ára gömul.
Í gegnum tíðina hefur Sigrún tekið fjöldan allan af námsskeiðum og hefur hún menntað sig vel í listum og það má eiginlega segja að hún sé alveg með allann pakkann. Hún kann að sauma, hekla, þæfa, prjóna, flosa, mála, skera út í við og smíða, búa til lampaskerma, smíða úr silfri, gera víraverk og ég gæti lengi talið!
Mögnuð kona!
En sýningin tók mig alveg á flug og það var alveg rosalega gaman að fara og sjá allt sem þessi magnaða kona hefur gert á lífstíðinni.. og þarna vantaði inn í þau ár sem hún var í barnauppeldi og hafði ekki tíma í neitt annað en að sauma föt á börnin sín og sinna heimili og börnum. Þvílíkt og annað eins magn..og allt hefur hún gert í höndunum!
Amma mín á svona púða eins og þessi rauði hér í miðjunni fyrir neðan og ég hef oft verið að skoða hann og margsinnis talað um það við hana hvað mig langa rað læra þennan fallega saum.
Nú er ég alveg veik í að læra... mig langar í svona púða eins og þessi guli! ÁST!
Og afhverju hefur engum dottið í hug að raða fallegum púðum saman uppá vegg í stofunni heima hjá sér? - Hrikalega fallegt!
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af sýningunni... en bara brotabrot af því sem er til sýnis.
Sýningin er opin fram á föstudag eða laugardag. Ég hvet ykkur til að fara og skoða ;)
Gaman að sjá þessa umfjöllun hér. Já hún amma mín er mögnuð kona :)
SvaraEyðaTakk fyrir gott blogg, kíki reglulega við.
Kv. Helga Rún
Skemmtilegt að sjá þessa færslu.. sem og aðrar :) En það er gaman að geta þess að púðarnir hafa verið handleiknir af mörgum smáum höndum í gegnum tíðina og ekki sér á þeim, enda allt saman vel unnið :)
SvaraEyðaKv. Heiða Rós
vá en fallegt
SvaraEyða