Á Arlanda flugvelli í Stockholm er að finna svolítið öðruvísi gistiheimili.
Gistiheimilið kallast Jumbo Stay og er staðsett í gamalli 747 þotu sem að sjálfsögðu er ekki í notkun lengur og búið er að breyta mikið að innan. Það gefur að skilja að það eru ekki mörg herbergi sem gistiheimilið hefur, en þó meira en við var að búast því þeir hafa 29 herbergi. Gistingin er frekar ódýr og er í raun sú hagstæðasta af þeim kostum sem eru í kringum Arlanda flugvöllinn ásamt því að vera skemmtileg upplifun án efa :)
Hægt er að kaupa flugstjóraherbergið og fá þannig fallegt útsýni og fullt af tökkum ;)
Myndirnar tala sínu máli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli