divider

divider

Origami - bátar


Þegar ég var lítil stelpa þá lærði ég að gera svona fallega pappírsbáta hjá ömmu og afa. Afi kenndi okkur öllum barnabörnunum að gera svona held ég og við fórum oft skælbrosandi með pappírsbáta úr gömlum dagblöðum heim. Ég þurfti reyndar að horfa á videoið hér að neðan til þess að rifja upp hvernig þetta er gert, en það löngu kominn tími til þess að fara að endurvekja þessa fallegu báta. 

Þeir eru fallegir í pakkaskraut fyrir litla pjakka.Engin ummæli:

Skrifa ummæli