Um helgina var þessi gamli skenkur ættleiddur af okkur hjónaleysunum á heimilinu. Honum var komið fyrir á vegg sem hefur verið að bíða eftir honum. Því hefur veggurinn staðið auður, hvítur og leiðinlegur allt frá því við fluttum inn í húsið fyrir þremur árum... sem eru slæmar fréttir frá hönnuði!
En nú er loks búið að bæta þetta upp og gott betur því í dag fylgdi mér heim einn platti af fallega grænum JÓN Í LIT sem ég fékk í Gjafavöruversluninni @home hér á Skaganum. Ætla mér reyndar að eignast þrjá.. allt er þegar þrennt er ;)
Plattinn á að fara á vegginn fyrir ofan skenkinn ásamt málverkinu sem er innrammað þarna... sem er eftir dóttir okkar. En það allt gerist þegar að myndlistasýningin á veggnum er yfirstaðin ;)
Ahhh... svo gott að fá eitthvað á vegginn... verður svo kósý ;)
Kannski að það komi önnur mynd inn þegar veggurinn verður klár... aldrei að vita ;)
Váá ekkert smá flott, þú ert svo smart Guðrún, alveg með'etta :)
SvaraEyðaEBH