divider

divider

Öskudagurinn

Öskudagurinn er alltaf svo skemmtilegur dagur. Hér á Skaganum ganga börn í fyrirtæki út um allann bæ og syngja fyrir smá nammi, á leikskólunum er öskudagsball og svo eru böll fyrir skólabörnin í skólunum. Svo gaman. 
Nína Dögg eldri stelpan okkar var Lísa í Undralandi og sat ég í gær og saumaði kjólinn og svuntuna eins og vindurinn ;) Hekla Dís var Mína Mús... en Mína og Mikki eru í miklu uppáhaldi hjá dömunni...því var ekki erfitt að velja á hana dress ;) 
Á neðstu myndinni er svo mynd af syni systur minnar honum Róbert Mána, en hann föndraði búninginn sjálfur með pabba sínum og fékk hugmyndina hér á blogginu :) Rosalega flottur ;) Hér má sjá kjólinn hennar Lísu sem við vorum að reyna að gera ;) 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli