divider

divider

Framkallað af instagram


Ég einfaldlega verð að segja ykkur frá fyrirtæki sem ég fann hér á veraldarvefnum sem heitir Printstagram. En þetta fyrirtæki spratt upp út frá Instagram æðinu sem gengur yfir heiminn og er svo skemmtilegt. 
Fyrirtækið sérhæfir sig í að framkalla myndirnar þínar af instagram í góðum gæðum á fínu verði.
Þeir bjóða líka uppá að útfæra fyrir þig myndirnar með því að setja þær í litlar myndabækur, á plaggöt eða í myndaramma o.s.frv. - svo prenta þeir myndirnar ferkantaðar í 2 stærðum ef þú vilt fá þetta alltsaman bara í lausu. Svo er þetta bara sent heim að dyrum. 

Ég held að ég prufi þessa snilld ;) 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli