divider

divider

Jóla Jóla...

Jæja... það er kominn tími til að skella í eina færslu eða svo. Nú fer ég að verða svolítið virkari á blogginu.  Svona aðallega af því að ég er svo mikið jólabarn...en líka útaf því að ég hef örlítið minna að gera í skólanum mæstu 2-3 vikur :)  Skólinn hefur verið að kæfa mig síðustu 3 vikurnar svo það verður voða gott að geta farið að hugsa um bloggið, jólin og skemmtilega og fallega tíma sem eru framundan.

Líklega eru margar húsmæður farnar að iða í skinninu að fara setja upp jólaljósin og gera jólakósý. Aðventan verður komin áður en við vitum af svo það er ekki seinna vænna að fara að plana aðventukransinn.  

Hér fyrir neðan eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir að aðventu"kransi" sem má nýta í sína eigin kransagerð. - könglar og mosi eru frítt hráefni sem hægt er að nálgast í flestum skógum landsins. :) 

Á neðstu myndinni má sjá kransinn sem ég gerði sjálf í fyrra. Ég notaði gamalt kökuform frá mömmu minni og mér þótti mjög vænt um að hafa það uppi við öll jólin :) 
Það leynist oft eitthvað sniðugt uppí hillu og inní skápum sem má nota í kransinn... eitthvað óhefðbundið og persónulegt sem gerir kransinn fallegri fyrir vikið. 
Vonandi veita þessar hugmyndir ykkur einhvern innblástur í ykkar eigin kransagerð :) 







Engin ummæli:

Skrifa ummæli