divider

divider

Tenging Norður - sýning í Norræna húsinu.


Tenging Norður er sýning sem nú er í gangi í Norræna Húsinu. Sýningin er haldin í tengslum við ráðstefnu sem haldin var í Norræna húsinu dagana 7-9. nóvember og stendur sýningin frá 8. - 24. nóvember. Á sýningunni eru sýnd verk eftir listamenn frá norðurslóðum en m.a. má nefna að þarna eru verk eftir listamenn frá Íslandi, Alaska, Bandaríkjunum, Kanada, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Á sýningunni má sjá upptöku af Eldskúlptúr gjörninginum sem ég ásamt samnemum mínum  úr LHÍ stóðum að síðastliðinn föstudag ásamt fullt af færu fólki úr FG og Borgarholltsskóla ásamt stúlkum úr Barnaskóla Hjallastefnunnar. En þar má líka finna fullt af fallegum verkum eftir flotta listamenn. 
Myndirnar tala sínu máli. 

Ég mæli með að þið kíkið á þessa sýningu. 


1 ummæli: