divider

divider

Matargleði Evu


Ég kíkti við á bókakynningu á nýju matreiðslubókinni hennar Evu Laufeyjar, Matargleði Evu, í dag. 
Það var að sjálfsögðu voðalega gaman að kíkja á hana, smella einum sætum á skvísuna og skoða nýju fallegu bókina hennar. Bókin, get ég sko sagt ykkur, stendur alveg undir væntingum og þar má finna fullt fullt af góðum uppskriftum sem nýtast vel í eldhúsinu heimavið.  
Þessi bók ætti að leynast í pakkanum handa öllum húsmæðrum um jólin :) 

Eva Laufey heldur líka úti matarbloggi, eins og flest ykkar vita, sem ofsalega gaman er að heimsækja og fá hugmyndir fyrir bakstur og kvöldmatinn. 

Ég keypti mér að sjálfsögðu eina bók og fékk auðvitað snillinginn til þess að árita bókina. Það er ekki leiðinlegt að eiga áritaðar bækur eftir svona snillinga:) 

Innilega til hamingju með bókina þína elsku duglega Eva og takk fyrir okkur ;) 
Engin ummæli:

Skrifa ummæli