divider

divider

Jóla-pakka dagatal.


Ég er þessa dagana að undirbúa pakkadagatal fyrir börnin mín. Ég hef aldrei gert svona pakkadagatal áður, en mig hefur alltaf langað til þess. Núna ætla ég að prufa þetta sjá hvernig þetta gengur. Það eina sem ég er búin að gera er að kaupa hluta af pökkunum, pakka þeim inn og merkja.... og nú er ég að velta fyrir mér uppsetningu og hvar ég vil hafa herlegheitin. 
Ég held að einn veggur í stofunni verði fyrir valinu og líklega mun ég nota svona frekar þykka grein, jólaljós og band í þetta. 
Mig langar svo í svona röndótt pakkabönd... veit einhver hvar ég fæ svoleiðis? (svona eins og er hér á myndinni fyrir ofan... svart og hvítt eða rautt og hvítt)

En endilega skoðið myndirnar sem ég hef sankað að mér...vonandi fáið þið innblástur og gerið skemmtilegt pakkadagatal ;) 

Ef þið gerið eitt slíkt þá megið þið alveg endilega senda mér myndir af ykkar útfærslu. Það væri gaman!

















3 ummæli:

  1. Eg hef alltaf gert svona en misjafnt hvar eg set þetta upp...þetta arið varð eg að setja þetta i dukkuvoggu þvi eg var með svo marga stora og þunga pakka ;) en mamma setti alltaf i gluggann...hengdi þa alla i misjafnri hæð og va hvað það var jolalegt!!! Kv Dagmar ;)

    SvaraEyða
  2. þetta með klemmunum föstum á spítu finnst mér mega flott og sniðugt :)

    SvaraEyða
  3. Flottar hugmyndir. En ég fékk svona grátt og hvítt röndótt pakkaband í IKEA :)

    SvaraEyða